Innlent

Kísilblanda borin á vegkanta

Steingrímur Sigurjónsson Hefur fengist við margt um ævina og telur sig hafa dottið ofan á hagkvæma lausn til að styrkja vegkanta á þjóðvegunum.
Steingrímur Sigurjónsson Hefur fengist við margt um ævina og telur sig hafa dottið ofan á hagkvæma lausn til að styrkja vegkanta á þjóðvegunum. MYND/Hörður

Styrkja ætti vegkanta á þjóðvegum landsins með því að bera á þá blöndu úr sandi, sementi og kísilryki. Þetta segir Steingrímur Sigurjónsson, byggingarfræðingur, hópferðabílstjóri og hugvitsmaður, sem lætur sér ekkert óviðkomandi þegar öryggi mannvirkja er annars vegar, hvort heldur það eru vegir eða byggingar. Steingrímur segist hafa farið um þjóðveg eitt á síðasta ári og skoðað ástand vegkantanna. Áberandi sé hversu illa þeir eru farnir á mörgum stöðum, bæði vegna þungaflutninga og eins vegna veðrunar. Sú hlið veganna sem snýr mót suðri sé víðast verr farin vegna áhrifa rigninga.

„Það þarf að hreinsa kantana vel, fjarlægja grjót og gróður og svo sprauta blöndunni yfir,“ segir Steingrímur og kveðst um leið fullviss um að aðferð sín sé vel til þess fallin að styrkja vegkantana.

Steingrímur hefur margvíslega reynslu úr atvinnulífinu sem veitir honum innsýn í þessi mál. Hann er hópferðabílstjóri og hefur sem slíkur góða þekkingu á vegunum, þá hefur hann unnið við múrverk og kom aukinheldur að lagningu Suðurlandsvegar, frá Skíðaskálanum að Kambarbrún á sínum tíma.

Að hans viti þurfa þessar aðgerðir ekki að kosta mikla peninga. „Það er nóg til af sandi, sementi og kísilryki og um að gera að nota þessi efni til að styrkja vegkantana og auka með því öryggi vegfarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×