Önnin kostar 236 þúsund 25. júlí 2006 07:15 Einungis lítill hópur nemenda við skólann er ósáttur við hækkanir skólagjalda. Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira