Segir forsvarsmenn Neyðarlínu rjúfa sátt 25. júlí 2006 06:45 Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri og forsvarsmenn Neyðarlínunnar kærðu bráðabirgðaákvörðun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, til þess að koma sjónarmiðum sínum, varðandi áhrif ákvörðunarinnar á öryggi almennings, á framfæri. MYND/Stefán Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, segir forsvarsmenn Neyðarlínunnar hafa rofið samkomulag sem gert var við Atlassíma 25. nóvember á síðasta ári, með því að kæra bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Ákvörðunin skyldaði Símann hf. til þess að samþykkja að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Yfirlýsing tiltekur bæði almenna símaþjónustu með netsímatækni og flökkuþjónustu með netsímatækni. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram, að Neyðarlínan fallist á tilhögun sem við höfum farið eftir, og munum fara eftir, í einu og öllu. Þess vegna finnst mér kæran brjóta gegn þessu samkomulagi, segir Róbert. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, neitar því að samkomulag hafi verið rofið með kærunni. Aðeins hefði vakað fyrir talsmönnum lögreglu og Neyðarlínu að vekja athygli á því að nauðsynlegt væri að setja skýrar reglur er varða staðsetningu símtala í netþjónustu, til þess að öryggi almennings væri sem best tryggt. Fyrst og fremst, snýr okkar aðkoma að þessu máli að því að við teljum nauðsynlegt að almennar reglur verði í hávegum hafðar, sem hægt er að styðjast við til framtíðar. Í yfirlýsingunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, ná Atlassími og Neyðarlínan samkomulagi um að Atlassími sendi rafrænt skráningarupplýsingar einu sinni á sólarhring sem innihalda hefðbundnar upplýsingar um rétthafa númers. Auk þess sem svokölluð flökkunúmer, sem tilheyra þjónustu þar sem notendur geta nýtt sér netsíma þar sem þeir komast í internetsamband, væru sérstaklega merkt þannig að Neyðarlínan gæti áttað sig á hver þau væru, eins og segir orðrétt í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það yrði á ábyrgð Neyðarlínunnar að skrá númer viðskiptavina Atlassíma sem flökkunúmer við símsvörun. Þórhallur skrifar undir yfirlýsinguna, en í lok hennar er sérstaklega tekið fram að ofanlýst högun teljist fullnægjandi skráning að mati Neyðarlínunnar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu 21. júlí vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar frá vegna aðildarskorts, en að mati kærenda í málinu snertir bráðabirgðaákvörðunin lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, segir forsvarsmenn Neyðarlínunnar hafa rofið samkomulag sem gert var við Atlassíma 25. nóvember á síðasta ári, með því að kæra bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Ákvörðunin skyldaði Símann hf. til þess að samþykkja að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Yfirlýsing tiltekur bæði almenna símaþjónustu með netsímatækni og flökkuþjónustu með netsímatækni. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram, að Neyðarlínan fallist á tilhögun sem við höfum farið eftir, og munum fara eftir, í einu og öllu. Þess vegna finnst mér kæran brjóta gegn þessu samkomulagi, segir Róbert. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, neitar því að samkomulag hafi verið rofið með kærunni. Aðeins hefði vakað fyrir talsmönnum lögreglu og Neyðarlínu að vekja athygli á því að nauðsynlegt væri að setja skýrar reglur er varða staðsetningu símtala í netþjónustu, til þess að öryggi almennings væri sem best tryggt. Fyrst og fremst, snýr okkar aðkoma að þessu máli að því að við teljum nauðsynlegt að almennar reglur verði í hávegum hafðar, sem hægt er að styðjast við til framtíðar. Í yfirlýsingunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, ná Atlassími og Neyðarlínan samkomulagi um að Atlassími sendi rafrænt skráningarupplýsingar einu sinni á sólarhring sem innihalda hefðbundnar upplýsingar um rétthafa númers. Auk þess sem svokölluð flökkunúmer, sem tilheyra þjónustu þar sem notendur geta nýtt sér netsíma þar sem þeir komast í internetsamband, væru sérstaklega merkt þannig að Neyðarlínan gæti áttað sig á hver þau væru, eins og segir orðrétt í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það yrði á ábyrgð Neyðarlínunnar að skrá númer viðskiptavina Atlassíma sem flökkunúmer við símsvörun. Þórhallur skrifar undir yfirlýsinguna, en í lok hennar er sérstaklega tekið fram að ofanlýst högun teljist fullnægjandi skráning að mati Neyðarlínunnar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu 21. júlí vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar frá vegna aðildarskorts, en að mati kærenda í málinu snertir bráðabirgðaákvörðunin lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira