Lífið

Handstúkugerð í Laufási

Mikið verður um að vera í Laufási um næstu helgi.
Mikið verður um að vera í Laufási um næstu helgi.

Minjasafnið stendur fyrir Örnámskeiði í handstúkugerð í Gamla presthúsinu í Laufási fimmtudaginn 27. júlí frá kl 20 - 22. Leiðbeinandi er Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir (Hadda). Prjónað verður eftir handstúkum sem eru í eigu Minjasafnsins á Akureyri. Handstúkur eru flíkur sem notaðar eru um úlniði og upp á framhandlegg. Ekki hefur mikið borið á þeim í klæðaburði Íslendinga í dag en þær voru mjög vinsælar á sínum tíma. Mynstraðar handstúkur þar sem jafnvel perlur mynduðu mynstrið voru oft á tíðum notaðar spari. Handstúkur eru einfaldar, fallegar og geta sett skemmtilegan svip á klæðnað nútíma Íslendingsins og er nokkuð sem óvant prjónafólk og börn geta á auðveldan hátt gert.

Þátttakendur eru beðnir að taka með sér sokkaprjóna nr.2 og skrá sig fyrir kl. 13 í síma 463-3196 þar sem þátttaka er takmörkuð. Námskeiðsgjald er 3500 en 3000 fyrir meðlimi Laufáshópsins. Gamli bærinn í Laufási og veitingasalurinn í Gamla prestshúsinu verður opinn frá 9- 22. Allir eru velkomnir til að fylgjast með framvindu þátttakenda í handstúkugerðinni.

Í Gamla prestshúsinu verður svo boðið uppá kaffihlaðborð næstkomandi sunnudag 30. júlí milli kl 14 og 17. Fullorðnir borga 1000 krónur fyrir góðgætið en börnin 650. Gamli bærinn er opinn alla daga frá 9-18 nema á fimmtudagskvöldum í sumar þá er opið til 22.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×