Innlent

Með 30.000 lítra af bensíni

Mynd/Vísir

Bensínflutningabíll með tengivagni með 30 þúsund lítra af bensíni, valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun. Bílstjórinn er ekki talinn vera alvarlega slasaður, en hann er töluvert lemstraður eftir veltuna, en hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að verulegt magn af bensíni hafi leikið úr tengivagninum en minna úr tanki bílsins. Tuttugu þúsund lítrar voru í tanki bílsins en tíu þúsund lítrar í tengivagninum. Bíllinn liggur á hliðinni á veginum og lokar honum en tengivagninn er utan vegar. Lögregla frá Húsavík og Akureyri ásamt slökkviliði frá Akureyri og úr Þingeyjarsveit eru á vettvangi til að koma í veg fyrir eldsvoða. Bíllinn er þversum á veginum en engin hjáleið er framhjá vettvangi. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna veginn að nýju. Unnið er að því á vegum Olíudreifingar að dæla eldsneytinu yfir í annan bensínflutningabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×