Viðskipti innlent

Stöð 2 verði efld

Hemmi Gunn Aðaltromp Stöðvar 2, sem mun verða aðaltromp 365 samkvæmt heimildum.
Hemmi Gunn Aðaltromp Stöðvar 2, sem mun verða aðaltromp 365 samkvæmt heimildum.

Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann.

Að öðru leyti mun ekki vera á dagskránni að fara út fyrir þá kjarnastarfsemi sem nú er fyrir hendi heldur huga að þeim fjölmiðlum sem 365 starfrækir.

Enn er ekki komið á hreint hver verður stjórnarformaður 365 en víst þykir að Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, taki við stjórnarformennsku í Teymi, fjarskiptahlutanum. Talið er líklegt að þar gæti innanbúðarmaður hreppt hnossið og hefur jafnvel verið rætt um að Jón Ásgeir Jóhannesson taki sjálfur sæti í stjórn 365.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×