Viðskipti erlent

Hulunni svipt af andlitinu á Mars

Hæðin á mars Margir telja að hæðin á Mars sé andlitsmynd Elvis Presley, sem Marsbúar hafi mótað til að sýna fram á að þar sé vitsmunalíf að finna.
Hæðin á mars Margir telja að hæðin á Mars sé andlitsmynd Elvis Presley, sem Marsbúar hafi mótað til að sýna fram á að þar sé vitsmunalíf að finna. MYND/AP

Sérfræðingar Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) hafa svipt hulunni af bungunni leyndardómsfullu á Mars. Um er að ræða hæð eða lítið fjall á yfirborði plánetunnar.

Bunga þessi hefur verið uppspretta ýmissa vangavelt.a síðan hún kom fyrst fram á myndum sem geimfarið Viking 1 tók árið 1976. Meðal annars hefur verið talið að andlit sjáist á myndinni, jafnvel af bandaríska rokkkónginum Elvis Presley, sem Marsbúar hafi mótað til að sýna fram á að vitsmunalíf sé að finna á plánetunni.

Jafnvel NASA tókst ekki að slá á vangaveltur af þessum toga þrátt fyrir góðar og skýrar myndir af yfirborði Mars árið 1998 og 2001 sem sýndu að andlit Presleys væri fjall eða hæð.

Það var geimfarið Mars Express sem náði nýjustu myndunum af plánetunni rauðu fyrir skömmu en um er að ræða skýrari myndir en nokkru sinni hafa náðst af yfirborðinu.

Í tilkynningu frá ESA segir að andlitið sé helber hugarburður enda hafi myndirnar sýnt skýrt og greinilega að yfirborð Mars er fremur hæðótt og um fjall sé að ræða líkt því sem finnist á jarðkringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×