Innlent

Var ótvírætt í forystusveit flokksins

Ólafur Þ. Harðarson Segir skiptin gefa vísbendingar um breytt landslag innan flokksins.
Ólafur Þ. Harðarson Segir skiptin gefa vísbendingar um breytt landslag innan flokksins. MYND/GVA

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki muna til þess að nokkur framkvæmdastjóri í íslenskum stjórnmálaflokki hafi haft jafn afgerandi völd og áhrif innan flokksins sem hann starfar fyrir og Kjartan.

„Kjartan hefur verið öflugur framkvæmdastjóri og einn af valdamestu mönnum í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Hann var um langt skeið einn nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar og hefur haldið utan um mikilvægt starf innan flokksins. Ég man ekki til þess að nokkur framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks hafi verið eins valdamikill og Kjartan hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins um langt skeið,“ sagði Ólafur.

Hann telur framkvæmdastjóraskiptin gefa vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé hugsanlega að taka breytingum. „Það er ljóst að þetta eru töluverðar breytingar fyrir forystusveit flokksins. Andri kemur úr hinum svokallaða Deigluhóp sem til þessa hefur verið talinn standa nærri Geir H. Haarde meðan Kjartan var náinn samstarfsmaður Davíðs Oddssonar. Sumir hafa talið að undir forystu Geirs geti flokkurinn færst nær miðjunni, líkt og margir hægri flokkar í Evrópu hafa verið að gera upp á síðkastið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×