Innlent

Samgöngubætur hafnar á ný

Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær að tekist hefði að slá á þennslu og óróa í efnahagslífinu. Vegna þessa væri nú svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný. Haldið yrði áfram með framkvæmdir sem hafa verið undirbúnar og sérstakt átak verði til úrbóta á umferðaræðum út frá Reykjavík.

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði samgöngubætur eitt mikilvægasta hlutverk ríkisins. Sú ákvörðun að stöðva útboð hefði meðal annars haft mikil áhrif á Vestfjörðum. Hann sagði jákvætt að framkvæmdir gætu nú hafist á ný enda væru þarna þennslulaus svæði. Hann furðaði sig hins vegar á að aðeins hefði tekið nítíu daga að ná tökum á þennslunni og velti fyrir sér hvort þarna væri ekki komin leið sem kynna ætti öðrum þjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×