Sport

Gíbraltar að stofna landslið í knattspyrnu?

Nú er allt útlit fyrir að Gíbraltar eignist loksins sitt eigið knattspyrnulandslið eftir að evrópska knattsprnusambandið ógilti andmæli Spánverja sem vilja meina að land sem ekki er aðili að sameinuðu þjóðunum hafi ekkert með það að gera að spila í keppnum á vegum sambandsins.

Mál Gíbraltar hefur verið inni á borði hjá UEFA allar götur síðan árið 1999, en nú er talið að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum svo þessi smáþjóð á suðurodda Spánar geti teflt fram landsliði í alþjóðaknattspyrnu - jafnvel árið 2012.

Landið er aðeins 6,5 ferkílómetrar að stærð og þar búa innan við 30.000 íbúar, en þar hafa verið staðsettar breskar herstöðvar um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×