Innlent

Allt á fullt í vegamálum

Framkvæmdir við Reykjanesbraut við Stekkjarbakka.
Framkvæmdir við Reykjanesbraut við Stekkjarbakka. MYND/Hari

Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð.

Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, sagði í samtali við NFS að nú verði útboðum raðað upp á ný og verða fyrstu útboðin væntanlega auglýst næskomandi mánudag. Þetta séu allt verk sem hafi verið á döfinni. Hann segir að stöðvunin á útboðum hafi ekki seinkað verkum mikið. Mikill undirbúningur sé á bakvið útboðin, sem hafi haldið áfram í millitíðinni, nokkur verkefni hefði þó verið búið að bjóða út nú þegar ef útboð hefðu ekki verið stöðvuð.

Forsætisráðherra boðaði einnig sérstakt átak til úrbóta á umferðaræðum út frá Reykjavík. Jón segir það verk sem þeir bjóði út en hann geti þó ekkert sagt til um kostnað eða umfang verkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×