Innlent

Segir rektor misnota sér aðstöðu sína

Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Í fjöldasendingunni til nemenda og starfsmanna skólans segir Guðfinna Bjarnadóttir frá ákvörðun sinni að taka þátt í prófkjörinu. Hún lofar skólann og fólkið sem við hann starfar en segist sátt við ákvörðun sína. Eins kemur Guðfinna að framboðsmálum og segir hún, hugsjónir sínar eiga sér djúpar rætur og þær samræmist grundvallargildum Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hvenær prófkjörið verður og biður um skilning í baráttunni.

Sigurjón lÞórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, líkir fjöldasendingu Guðfinnu við að framkvæmdastjóri ASÍ myndi misnota póstlista samtakanna í prófkjörsbaráttu.

Guðfinna segist hafa verið hlutlaus varðandi stjórnmál hingað til af virðingu við skólann og segist því hafa sagt nú frá skoðun sinni. Og hún segir póstsendinguna vera í samræði við fyrri vinnubrögð hennar, hún láti nemendur og starfsmenn skólans vita um breytingar áður en það kemur fram í fjölmiðlum.

Sjálf tekur Guðfinna launalaust leyfi og segir hún starfsmenn skólans ekki vinna fyrir sig í framboðsbaráttunni með einni undantekningu. Sá starfsmaður fær líka launalaust leyfi og segir hún það í samráði við skólayfirvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×