Innlent

Nýr banki hefur starfsemi á vordögum

Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans.

Stofnun bankans var kynnt nú undir kvöldið. KEA, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Norðendinga og starfsmenn leggja til hlutaféð, tvo milljarða króna. Tíu sérfræðingar hefja störf hjá bankanum á vormánuðum og mun bankinn einkum sinna fyrirtækjum.

Meira framboð er en eftirspurn á stofnfé að sögn Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar, forstöðumanns bankans. Hann er einn fjögurra lykilstarfsmanna KB-banka sem söðla nú um og flytja sig yfir til nýja bankans.

KEA á fjórðungshlut í bankanum og segir Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA að félagið sjái tækifæri í þessu, stóru viðskiptabankarnir hafa skilið eftir sig holur sem bankinn muni fylla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×