Innlent

Atlantsolía lækkar bensínverð

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni um 1 krónu og fimmtíu aura. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 115 krónur og 90 aura og 114 krónur og 90 aura fyrir dælulyklahafa. Skipagasola lækkar einnig um 1 krónu og verð því 57 krónur og 50 aurar.

Í tilkynningu frá Atlantsolíu segir að bensín hafi nú lækkað um rúmar 15 krónur síðan um miðjan júlí. Þetta sé í þriðja sinn á mánuði sem Atlantsolía verið fyrst félaga til að lækka elsneytisverð. Þetta er í fjórða sinn sem Atlantsolía lækkar verð á skipagasolíu á einum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×