Innlent

Sigríður Anna ætlar að hætta

Sigríður Anna Þórðardóttir.
Sigríður Anna Þórðardóttir. MYND/Haraldur Jónasson

Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í Valhöll í kvöld.

Sigríður Anna hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991.

Á fundi kjördæmisráðsins í kvöld var samþykkt að efna til prófkjörs þann ellefta nóvember næstkomandi til að velja á framboðslista flokksins í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×