Fótbolti

United vinnur Celtic

Roy Keane hefur spilað með bæði United og Celtic, en þau munu berjast um Bretland annað kvöld í beinni á Sýn
Roy Keane hefur spilað með bæði United og Celtic, en þau munu berjast um Bretland annað kvöld í beinni á Sýn NordicPhotos/GettyImages

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og Glasgow Celtic, segist hafa grunað að liðin ættu eftir að mætast í meistaradeildinni í ár þegar hann hætti að leika með enska liðinu á sínum tíma. Keane telur að United muni fara með sigur af hólmi í "Baráttunni um Bretland" annað kvöld.

"Mig grunaði að liðin myndu mætast þegar ég hætti hjá United á sínum tíma og nú er það orðið að veruleika. Ég held að Manchester United sé tvímannalaust sigurstranglegra því liðið hefur verið á góðri siglingu undanfarið, en þó ætti fólk ekki að vanmeta Celtic," sagði Keane.

Sir Alex Ferguson, stjóri United, segist vonast til að menn einbeiti sér að því að spila fótbolta og láti ekki landafræðina æsa sig um of. "Við verðum að gleyma öllum hugsunum um að þessi leikur sé England á móti Skotlandi, því annars getur leikurinn snúist upp í vitleysu og það er hætta á því að menn láti tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur ef þeir gæta sín ekki, því svona leikir eru ekki á hverjum degi," sagði Ferguson, sem sjálfur er Skoti eins og flestir vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×