Tónlist

Heimsþekktir gestir úr austri

Rússneskri menningarhátíð að ljúka. Kammerkór Tretjakov-listasafnins syngur í Dómkirkjunni um helgina.
Rússneskri menningarhátíð að ljúka. Kammerkór Tretjakov-listasafnins syngur í Dómkirkjunni um helgina.

Kammerkór Tretjakov-listasafnsins í Moskvu heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag og flytur þar rússneska kirkju- og jólatónlist.

Heimsókn kórsins er í tilefni af rússneskri menningarhátíð sem nú stendur yfir í Reykjavík en henni lýkur með guðsþjónustu tileinkaðri St. Nikulási næstkomandi laugardag en þá verða fimm ár liðin frá stofnun safnaðar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi. Kórinn mun enn fremur taka þátt í messunni en eitt af markmiðum heimsóknarinnar er að sýna hvernig tilbeiðsla innan kirkjunnar fór fram til forna.

Kórinn er skipaður níu söngv-urum en stofnandi hans og stjórnandi er Alexey Puzakov. Kórinn hefur víða komið fram á tónleikum og tekið þátt í sýningum og fyrirlestrahaldi en auk þess taka kórfélagar jafnan þátt í messugjörðum í kirkju St. Nikulásar í Tretjakov-galleríinu í Moskvu þar sem finna má hina þekktu íkonamynd Andreys Rublev, sem álitinn er fremstur rússneskra íkonamálara, af heilagri þrenningu.

Á efnisskrá tónleikanna á föstudag verða sálmar og hefðbundin rússnesk og úkraínsk jólalög „kolyadki“. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og fást miðar við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.