Beth Ditto sigrar heiminn 13. desember 2006 10:15 Frumraun The Gossip er stórkostleg. Rokkið hefur eignast nýja súperstjörnu með söngkonunni Beth Ditto. Stjörnur: 4 Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip. Ég myndi aldrei láta hafa það eftir mér að þessi sveit væri þétt eða vel spilandi. Við fyrstu hlustun minnti hún mig á landsbyggðarkvöldið á Músíktilraunum. Ég myndi meira að segja halda því fram að þessi plata hljómar fremur illa. Hljóðfærin eiga það meira að segja til að vera rammfölsk. En af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þetta með betri rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu. Helsta ástæða þess er líklegast söngkonan með Bjarkar augnaráðið, Beth Ditto, sem var nýlega valin „svalasta fígúra rokksins" í NME. Hún er ekki bara fyrsta konan sem fær titilinn, heldur líka fyrsta lesbían og fyrsti einstaklingurinn þyngri en hundrað kíló. Hún hefur þykka og góða rödd sem myndi henta svartri soul-söngkonu en þessi bleiknefjaða snót velur að syngja pönkskotið rokk með beittum ádeilutextum. En það sem heillar mann strax upp úr skónum er hversu mikið hún gefur af sér. Hún skiptir beint úr því að bræða mann eins og smjörlíki með blíðum raddlykkjum yfir í fimmta gír, þar sem röddin bjagast í hálsinum á henni. Hljóðfæraskipanin er eins og hjá Yeah Yeah Yeah"s. Eina spilið undir rödd Beth er trommusláttur frá stelpu sem heldur rétt svo takti, og leikur stráks sem þarf að læra að stilla gítarinn sinn betur. Þau hafa þó góða tilfinningu fyrir því hvað virkar, þegar kemur að riffum og upplífgandi töktum. Það er mikill neisti í þessu, það fer ekki á milli mála. Þetta er ein af þessum plötum sem vex og vex við hverja hlustun þangað til að hún er orðin svo stór hluti af lífi manns að maður er reiðubúinn til þess að gefa þó nokkuð mikið til þess að sjá þau spila á tónleikum. Tja, a.m.k. andvirði tveggja bíómiða, eða svo. Í laginu „Yr Mangled Heart" syngur Beth með mikilli innlifun, „I don"t want the World. I just wan"t what I deserve!". Hún á eftir að fá það og þó nokkuð meira en hún ætlast til. Kannski að heimurinn fylgi með í kaupbæti? Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip. Ég myndi aldrei láta hafa það eftir mér að þessi sveit væri þétt eða vel spilandi. Við fyrstu hlustun minnti hún mig á landsbyggðarkvöldið á Músíktilraunum. Ég myndi meira að segja halda því fram að þessi plata hljómar fremur illa. Hljóðfærin eiga það meira að segja til að vera rammfölsk. En af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þetta með betri rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu. Helsta ástæða þess er líklegast söngkonan með Bjarkar augnaráðið, Beth Ditto, sem var nýlega valin „svalasta fígúra rokksins" í NME. Hún er ekki bara fyrsta konan sem fær titilinn, heldur líka fyrsta lesbían og fyrsti einstaklingurinn þyngri en hundrað kíló. Hún hefur þykka og góða rödd sem myndi henta svartri soul-söngkonu en þessi bleiknefjaða snót velur að syngja pönkskotið rokk með beittum ádeilutextum. En það sem heillar mann strax upp úr skónum er hversu mikið hún gefur af sér. Hún skiptir beint úr því að bræða mann eins og smjörlíki með blíðum raddlykkjum yfir í fimmta gír, þar sem röddin bjagast í hálsinum á henni. Hljóðfæraskipanin er eins og hjá Yeah Yeah Yeah"s. Eina spilið undir rödd Beth er trommusláttur frá stelpu sem heldur rétt svo takti, og leikur stráks sem þarf að læra að stilla gítarinn sinn betur. Þau hafa þó góða tilfinningu fyrir því hvað virkar, þegar kemur að riffum og upplífgandi töktum. Það er mikill neisti í þessu, það fer ekki á milli mála. Þetta er ein af þessum plötum sem vex og vex við hverja hlustun þangað til að hún er orðin svo stór hluti af lífi manns að maður er reiðubúinn til þess að gefa þó nokkuð mikið til þess að sjá þau spila á tónleikum. Tja, a.m.k. andvirði tveggja bíómiða, eða svo. Í laginu „Yr Mangled Heart" syngur Beth með mikilli innlifun, „I don"t want the World. I just wan"t what I deserve!". Hún á eftir að fá það og þó nokkuð meira en hún ætlast til. Kannski að heimurinn fylgi með í kaupbæti? Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira