Viðskipti innlent

Lækkað verðmat á Össur

Verðmatsgengi á stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur verið lækkað úr 132,4 krónum á hlut í 125,0 krónur. Verðmatsgengið er talsvert yfir markaðsgengi en greiningardeild Glitnis ráðleggur fjárfestum að kaupa bréf í félaginu horfi þeir til langs tíma.

Deildin segir í nýju verðmati sínu á Össuri að markgengi (e. target price) sé 125,0 krónur á hlut sé spá um það hvar gengi bréfa í félaginu standi eftir hálft ár.

Helstu ástæður fyrir lækkuðu verðmatsgengi Glitnis eru aukin fjárbinding og lækkun á gengi Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni.

Verðmat á Össuri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×