Viðskipti innlent

Öflun kaupir í Office Line

Öflun ehf., sem á Apple-verslanir á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð, hefur eignast tæp 90 prósent í norska fyrirtækinu Office Line og gert yfirtökutilboð í félagið allt.

Office Line rekur Apple-verslanir í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og hefur umtalsverða markaðshlutdeild í löndunum. Velta félagsins á síðasta ári nam425 milljónum norskra króna og var rekstrarhagnaður um 16 milljónir norskra króna. Félagið er skráð í Kauphöllinni í Ósló.

Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis sá um ráðgjöf og annaðist fjármögnun við kaupin. Þetta er fyrsta samstarfsverkefni fyrirtækjaráðgjafar Glitnis í Reykjavík og Glitnir Securities (áður Norse Securites).

Stefnt er að því að sameina Office Line við Öflun og að afskrá Office Line úr norsku kauphöllinni. Öflun rekur 13 Apple-verslanir á Norðurlöndum m.a. í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi og Helsinki. Gert er ráð fyrir að opna þrjár nýjar verslanir í vor og er stefnt að því að auka sölu og þjónustu til fyrirtækja. Eftir sameininguna er áætlað að velta Öflunar verði um 7 milljarðar króna á ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×