Erlent

Krafist fangelsis yfir dönskum blaðamönnum

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn MYND/Team Event

Krafist er fangelsisdóms yfir tveim blaðamönnum og ritstjóra Berlingske Tidende, í Danmörku, vegna trúnaðarupplýsinga sem þeir birtu úr skýrslu sem leyniþjónustumaður lak til þeirra.

Skýrslan fjallaði um mat leyniþjónustu hersins á hættunni sem stafaði af ástandinu í Írak. Skýrslan var merkt trúnaðarmál, en Frank Grevil, starfsmaður leyniþjónustunnar afhenti blaðamönnunum hana og þeir birtu hana í Berlingske Tidende. Grevil var rekinn úr leyniþjónustunni, eftir atburðinn.

Blaðamennirnir og ritstjórinn komu fyrir rétt í Kaupmannahöfn í dag. Saksóknarinn sagði í ákæru sinni að það eigi að kosta fangelsisvist ef skýrsla sem merkt er trúnaðarmál sé birt í dagblaði. Hann sagði að rétturinn ætti að fjalla um takmörk tjáningaferlsisins. Hvað blaðamenn megi skrifa og hvað þeir megi ekki skrifa. Hvað almenningur eigi að fá að vita og hvað ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×