Við handalögmálum lá hjá farþegum 13. nóvember 2006 16:55 Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega. Fréttir Innlent Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega.
Fréttir Innlent Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira