Innlent

Skipstjóri á Sancy dæmdur fyrir ólöglegar veiðar

Skipstjóri á færeyska togaranum Sancy var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ólölegar veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu, þann 18. júní síðastliðinn, og að hafa meinað skipverjum á Óðni, skipi Landhelgisgæslunnar, aðgang að togaranum. Hann þarf jafnframt að greiða 600.000 króna sekt.

Veiðafæri togarans eru gerð upptæk og greiða þarf andvirði aflans til Landhelgissjóðs Íslands. Máli gegn stýrimanni Sancy var vísað frá. Skipið var statt 8,5 til 11 sjómílur innan íslenskrar efnahagslögsögu, í svonefndum Rósagarði, suðaustur af Berufirði þegar hann var staðinn að ólöglegu veiðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×