Innlent

Vill myndavélar á gangana

Menntaskólinn á Egilsstöðum. Skólameistarinn vill koma í veg fyrir skemmdarverk og þjófnaði.
Menntaskólinn á Egilsstöðum. Skólameistarinn vill koma í veg fyrir skemmdarverk og þjófnaði.

Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, Helgi Ómar Bragason, segir að hann sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir að kæra úrskurð Persónuverndar vegna öryggismyndavéla á heimavist skólans. Stofnunin hafði áður úrskurðað að skólanum væri ekki heimilt að hafa öryggismyndavélar á göngum heimavistarinnar.

Enn er heimilt að hafa myndavélarnar á almennum svæðum og utandyra en Jón Ómar segir það ekki nóg. „Það hafa verið framin skemmdarverk og stolið úr herbergjum hérna. Þetta er liður í að sporna við því.“ Særún María Gunnarsdóttir hjá Persónuvernd segir að myndavélarnar hafi fyrst verið bannaðar í framhaldi af öðru máli. „Þetta var tilkomið vegna ábendinga í kjölfar sambærilegs máls á Sauðarkróki þar sem rafrænni vöktun var hagað með svipuðum hætti á heimavist. Það mál var tekið upp sem frumkvæðismál og til að gæta jafnræðis var þetta sett í svipaðan farveg.“

Lilja Kristín Jónsdóttir, formaður nemendafélags ME, segir að skiptar skoðanir séu meðal nemenda um ágæti eftirlitsins. „Ég persónlega er ekkert sérlega hrifin af þessu en svo eru aðrir sem eru ekkert að hugsa mikið um þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×