Innlent

Ósátt við mengun

Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ.
Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ.

Svala Heiðberg, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði, er afar ósátt við mengunina frá malbikunarstöðinni Hlaðbæ-Colas við Hringhellu og skilur ekki hvers vegna deiliskipulag er ekki afgreitt þannig að fyrirtækið geti hafið byggingaframkvæmdir á nýjum stað.

Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbær, segir að verið sé að deiliskipuleggja mörg iðnaðarhverfi í Hafnarfirði en deiliskipulagið fyrir hverfið sunnan við Hringhellu eigi að vera tilbúið um áramót. Framkvæmdir Hlaðbæjar-Colas geti hafist síðla vetrar eða snemma næsta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×