Innlent

Nam 12 milljónum

Menntaskólinn á Ísafirði.
Taprekstur skólans nam rúmum 12 milljónum á síðasta ári
Menntaskólinn á Ísafirði. Taprekstur skólans nam rúmum 12 milljónum á síðasta ári

Taprekstur menntaskólans á Ísafirði nam rúmum 12 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt rekstrareikningi skólans. Þessi halli er 5,7 prósent umfram fjárheimildir að sögn Ingibjargar S. Guðmundsdóttur skólameistara í viðali við Bæjarins besta.

Við upphaf síðasta skólaárs voru 322 nemendur innritaðir í dagskóla og sagði þáverandi skólameistari, Ólína Þorvarðardóttir, að þeir hefðu verið 42 fleiri en viðmið menntamálaráðuneytisins í fjárveitingum gerðu ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×