Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að Nígería og Venesúela, sem eru aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, ákváðu að draga úr útflutningi til að bregðast við talsverðum verðlækkunum síðustu vikurnar og draga úr framboð á olíu.

Verð á olíu, sem afhent verður í nóvember, hækkaði um 15 sent í New York í Bandaríkjunum og fór í 63,06 bandaríkjadali á tunnu. Olíuverð hækkaði um 22 sent og fór í 62,70 dali á tunnu.

Stjórnvöld í Nígeríu ákváðu í síðustu viku að minnka útflutning á olíu um 5 prósent og tók ákvörðunin gildi í gær. Stjórnvöld í Venesúela ætla hins vegar að minnka framleiðsluna 50.000 tunnu af olíu á dag og verður framleiðslan eftirleiðis 2.450.000 tunnur á dag.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um 20 prósent síðan það fór í sögulegt hámark eða 78,40 dali á tunnu um miðjan júlí síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×