Sævar Karl og Menntaskólinn í Reykjavík ætla að sameina krafta sína og halda glæsilega tískusýningu í búðarglugga Sævars Karls á Bankastrætinu. MR-ingar ætla að prýða föt frá Sævari í hádegishléi Menntaskólans þriðjudaginn 3.október kl. 11:10.
Því verður það vel þess virði að labba niður bankastrætið þennan þriðjudaginn og sjá glæsilega nemendur í glæsilegum fatnaði frá Sævari Karli.