Innlent

Gera stærðfræði skemmtilega

Fimm þúsund grunnskólanemendum í Reykjavík verður boðið upp á námskeið í ólympíustærðfræði, sem byggir á þrautum, að skólatíma loknum. Háskólinn í Reykjavík býður upp á námskeiðið en alls eru fjörtíu lönd þátttakendur í verkefninu

Ólympíustærðfræði byggir á þrautum sem reyna á hugmyndaflut og rökhugs. Upphaf verkefnisins var fyrir nærri þrjátíu árum en nú eru þátttakendur 150 þúsund frá fjörtíu löndum. Námskeiðin verða haldin einu sinni í viku að loknum skólatíma í sautján skólum Reykjavíkur fyrir tíu til þrettán ára börn. Í Háskólanum í Reykjavík verður svo námskeið á laugardögum fyrir nemendur annarra skóla.

Krakkarnir vinna í hópum á námskeiðunum en í keppnum sem eru mánaðarlega vinna þau hvert fyrir sig. Síðast vetur var verkefnið reynt í Hlíðarskóla og reyndist vel því öll þau börn sem hófu námskeiðið luku því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×