Innlent

Baugur stærsti hluthafinn í Ísafold

Feðgarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason í höfuðstöðvum Ísafoldar, nýs tímarits sem Reynir ritstýrir og Baugur á stóran hluta í.
Feðgarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason í höfuðstöðvum Ísafoldar, nýs tímarits sem Reynir ritstýrir og Baugur á stóran hluta í. MYND/Gunnar V. Andrésson

Hjálmur, félag í eigu Baugs Group, er stærsti hlutafinn í Ísafold, nýju tímariti sem Reynir Traustason mun ritstýra. Þetta upplýsti Reynir í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Tímaritið er einnig í eigu Reynis og Jóns Trausta Reynissonar. Að sögn Reynis er hlutur Hjálms í tímaritinu um 70 til 75% en þeir feðgar Reynir og Jón Trausti eigi 25 til 30% hlut.

Reynir sagði ekki hafa verið rætt að setja tímaritið Ísafold undir tímaritaútgáfu 365 en Baugur á fjórðungshlut í Dagsbrún, móðufélagi 365.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×