Innlent

Vígsluathöfn vegna stækkunar álversins á Grundartanga

Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls.
Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Norðurál, dótturfélag Century Aluminum Company, hefur lokið gangsetningu allra kera í núverandi stækkunaráfanga álversins á Grundartanga. Vígsluathöfn var haldin af því tilefni þar í dag. Gert er ráð fyrir fullum afköstum vegna stækkunar úr 90 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn fyrir áramót.

Í tilkynningu frá Norðuráli er haft eftir Logan W. Kruger, forstjóra Century Aluminum, að stækkun Norðuráls hafi staðist tíma- og kostnaðaráætlanir.

Alls hefur kerum í kerskála Norðuráls fjölgað um 260 og orkuþörfin vegna stækkunarinnar eru um 220 MV. Fjárfesting vegna nýja áfangans nemur alls um 475 milljónum Bandaríkjadala eða um 35 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningunni segir að gert sér ráð fyrir að heildarfjárfesting Century Aluminum á Íslandi verði orðin 70 milljarðar íslenskra króna þegar stækkun lýkur á næsta ári.

Við aukna framleiðslugetu álversins nú, sem nemur 130 þúsund tonnum, fjögar starfsmönnum Norðuráls um 160 og eru þeir því nú 355. Þegar 260 þúsund tonna áfanga verður náð í lok næsta árs er áætlað að starfsmenn verði orðnir 410.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×