Innlent

Rætt um heimild til að nota tálbeitur

Utandagskrárumræðan hefst á Alþingi klukkan 11.30 og verður send út beint á NFS.
Utandagskrárumræðan hefst á Alþingi klukkan 11.30 og verður send út beint á NFS.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út í heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Björgvin bað um umræðuna eftir sýningu fréttaskýringaþáttarins Kompáss þar sem fjórir fullorðnir karlmenn voru myndaðir þar sem þeir höfðu mælt sér mót við stúlku sem þeir töldu vera þrettán ára. Þingmaðurinn vill að lögregla fái að nota tálbeitur í slíkum málum þar sem það fælir karlmenn frá því að leita uppi börn til að hafa mök við. NFS sýnir beint frá umræðunni sem hefst klukkan hálf tólf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×