Umsókn Bauhaus frestað vegna athugasemda 2. mars 2006 14:07 Borgarráð frestaði enn einu sinni afgreiðslu á umsókn bygginarvörukeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun í landi Úlfarsfells, í þetta sinn vegna lögfræðiálits sem barst frá BYKO og mótmæla frá Mosfellsbæ. BYKO ásælist einnig lóðina þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóð skammt frá. Þýski byggingavörurisinn Bauhaus hefur síðustu misseri sóst eftir því að opna verslun hér á landi og leitað eftir lóð vegna þess. Fyrst sótti fyrirtækið um lóð í Kópavogi en fékk ekki, þá í Garðabæ en án árangurs og loks í Reykjavík, á lóð austan Vesturlandsvegar, og bíður nú svara frá borgaryfirvöldum. Til stóð að samþykkja vilyrði fyrir byggingu tuttugu þúsund fermetra byggingavöruverslunar á vegum Bauhaus á borgarráðsfundi í dag en því var frestað vegna athugasemdanna. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að á elleftu stundu hafi komið fram lögfræðileg álitsgerð frá BYKO og bréf frá bæjarstjóranum í Mosfellsbæ sem talið hafi verið eðlilegt að svara áður en vilyrðið yrði afgreitt formlega. Stjórnsýslu- og starfsmannasviði borgarinnar hafi verið falið að vetia borgarráði umsögn fyrir næsta fund sem verði eftir viku. BYKO hefur þegar fengið úthlutað lóð í nágrenninu og Dagur segist þannig ekki sjá rök fyrir því að sami aðili fái tvær lóðir hvora sínum megin Vesturlandsvegar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir bæinn hafa mótmælt úthlutuninni þar sem hún stangist á við samþykkta þróunaráætlun Mosfellsbæjar og Reykjavíkur um uppbyggingu bæjarkjarna á mörkum sveitarfélaganna. Í bréfi Mosfellsbæjar til borgarinnar kemur fram að BYKO, Rúmfatalagernum og Mata hafi þegar verið úthlutað 10 hektara svæði vestan Vesturlandsvegar. Austan Vesturlandsvegar sé hins vegar 12,5 hektara lóð sem meðal annars hafi verið ætluð undir slökkvi- og lögreglustöð og minni fyrirtæki, en nú standi til að úthluta Bauhaus lóð á því svæði. Því sé harðlega mótmælt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Borgarráð frestaði enn einu sinni afgreiðslu á umsókn bygginarvörukeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun í landi Úlfarsfells, í þetta sinn vegna lögfræðiálits sem barst frá BYKO og mótmæla frá Mosfellsbæ. BYKO ásælist einnig lóðina þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóð skammt frá. Þýski byggingavörurisinn Bauhaus hefur síðustu misseri sóst eftir því að opna verslun hér á landi og leitað eftir lóð vegna þess. Fyrst sótti fyrirtækið um lóð í Kópavogi en fékk ekki, þá í Garðabæ en án árangurs og loks í Reykjavík, á lóð austan Vesturlandsvegar, og bíður nú svara frá borgaryfirvöldum. Til stóð að samþykkja vilyrði fyrir byggingu tuttugu þúsund fermetra byggingavöruverslunar á vegum Bauhaus á borgarráðsfundi í dag en því var frestað vegna athugasemdanna. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að á elleftu stundu hafi komið fram lögfræðileg álitsgerð frá BYKO og bréf frá bæjarstjóranum í Mosfellsbæ sem talið hafi verið eðlilegt að svara áður en vilyrðið yrði afgreitt formlega. Stjórnsýslu- og starfsmannasviði borgarinnar hafi verið falið að vetia borgarráði umsögn fyrir næsta fund sem verði eftir viku. BYKO hefur þegar fengið úthlutað lóð í nágrenninu og Dagur segist þannig ekki sjá rök fyrir því að sami aðili fái tvær lóðir hvora sínum megin Vesturlandsvegar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir bæinn hafa mótmælt úthlutuninni þar sem hún stangist á við samþykkta þróunaráætlun Mosfellsbæjar og Reykjavíkur um uppbyggingu bæjarkjarna á mörkum sveitarfélaganna. Í bréfi Mosfellsbæjar til borgarinnar kemur fram að BYKO, Rúmfatalagernum og Mata hafi þegar verið úthlutað 10 hektara svæði vestan Vesturlandsvegar. Austan Vesturlandsvegar sé hins vegar 12,5 hektara lóð sem meðal annars hafi verið ætluð undir slökkvi- og lögreglustöð og minni fyrirtæki, en nú standi til að úthluta Bauhaus lóð á því svæði. Því sé harðlega mótmælt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira