Viðskipti innlent

Eigið fé Stoða jókst á milli ára

Hagnaður fasteignafélagsins Stoða hf. nam rúmum 2 milljörðum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársuppgjöri félagsins. Þetta er 766 milljónum króna minna en árið á undan. Í árslok gerði félagið samning um kaup á öllu hlutafé í danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme A/S og varð félagið hluti af samstæðureikningi Stoða hf. frá yfirtökudegi, sem var 6. janúar sl. Þá hafa kaupin og lánveitingar til Atlas verið færðar í ársreikninginn.

Heildareignir Stoða hf. í árslok námu 72,6 milljörðum króna við lok síðasta árs en þær námu 45,4 milljörðum í árslok 2004 og nemur hækkunin 27,2 milljörðum króna. Þá nam eigið fé fasteignafélagsins rúmum 10,8 milljörðum króna í árslok í fyrra en það var 9,4 milljarðar króna árið á undan.

Fasteignir Stoða hf. eru m.a. verslunarhúsnæði, skrifstofur, hótel og vörugeymslur, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Á meðal leigjenda eru Hagar, Flugleiðahótel, Fasteignir Ríkissjóðs, KB banki og SPRON.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×