14 leikja sigurganga Sacramento rofin 18. mars 2006 14:26 Þrátt fyrir kaldar mótttökur í Indiana þá á Ron Artest ennþá aðdáendur sem sýndu honum það í leiknum í nótt eins og þessi stúlka. Indiana Pacers stöðvaði samfellda 14 leikja sigurgöngu Sacramento Kings með 98-93 sigri í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust til Sacramento. Artest fékk kaldar mótttökur frá stuðningsmönnum Indiana og ekki bætti úr skák að hann átti ekkert svo sérstaklega góðan leik með Sacramento en hann skoraði 18 stig í leiknum. Áhorfendur í Indiana púuðu á Artest við kynningu á leikmönnum liðanna fyrir leikinn og fékk hann sömu móttökur í hvert sinn sem hann kom við boltann í leiknum. "Ég trúi ekki öðru en að verði tekið vel á móti Ron og ég hlakka mikið til að sjá hann. Hann er einn allra besti leikmaður sem ég hef þjálfað á ferlinum, en ég get sagt ykkur það að ég hlakka alls ekki til að mæta honum með öðru liði," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers fyrir leikinn í gær og ljóst var að hann átti ekki von á því sem kom. Óvænt úrslit urðu einnig í leik næst neðsta liðsins í austurdeildinni, New York og Detroit Pistons sem eru efstir en toppliðið tapaði fyrir New York með tveggja stiga mun, 105-103. Ellefu leikir voru í NBA deildinni í gærkvöld. Cleveland Cavaliers tók á móti Portland Trailblazers. Cleveland hafði tapað þremur leikjum í röð þegar kom að leiknum gegn Portland á heimavelli í gærkvöld. Portland hafði tapað átta leikjum í röð á útivelli. Le Bron James og Drew Gooden áttu stórleik fyrir Cleveland. James skoraði 27 stig en Cleveland var tíu stigum yfir í hálfleik. Drew Gooden skoraði 23 stig og hefur ekki gert betur á tímabilinu. Hann tók auk þess fjortán fráköst. Porltand komst í raun og veru aldrei nálægt Cleveland í síðari hálfleik. Lokatölur 99-84. Þetta var sautjándi ósigur Portland í síðustu tutttugu leikjum. Cleveland er nú í fjórða sæti austurdeildar og er liðið til alls líklegt með einn besta leikmann deildarinnar innanborðs, Le Bron James. Úrslit annarra leikja urðu eftirfarandi; Cleveland - Portland 99-84 Dallas - Washington 104-94 LA Clippers vann Philadelphia 99-89 Memphis - Denver 116-102 New Jersey - LA Lakers 92-89 Orlando - Boston 84-77 San Antonio - Phoenix 108-102 Toronto - Milwaukee 97-96 Utah - Atlanta 111-101 Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira
Indiana Pacers stöðvaði samfellda 14 leikja sigurgöngu Sacramento Kings með 98-93 sigri í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust til Sacramento. Artest fékk kaldar mótttökur frá stuðningsmönnum Indiana og ekki bætti úr skák að hann átti ekkert svo sérstaklega góðan leik með Sacramento en hann skoraði 18 stig í leiknum. Áhorfendur í Indiana púuðu á Artest við kynningu á leikmönnum liðanna fyrir leikinn og fékk hann sömu móttökur í hvert sinn sem hann kom við boltann í leiknum. "Ég trúi ekki öðru en að verði tekið vel á móti Ron og ég hlakka mikið til að sjá hann. Hann er einn allra besti leikmaður sem ég hef þjálfað á ferlinum, en ég get sagt ykkur það að ég hlakka alls ekki til að mæta honum með öðru liði," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers fyrir leikinn í gær og ljóst var að hann átti ekki von á því sem kom. Óvænt úrslit urðu einnig í leik næst neðsta liðsins í austurdeildinni, New York og Detroit Pistons sem eru efstir en toppliðið tapaði fyrir New York með tveggja stiga mun, 105-103. Ellefu leikir voru í NBA deildinni í gærkvöld. Cleveland Cavaliers tók á móti Portland Trailblazers. Cleveland hafði tapað þremur leikjum í röð þegar kom að leiknum gegn Portland á heimavelli í gærkvöld. Portland hafði tapað átta leikjum í röð á útivelli. Le Bron James og Drew Gooden áttu stórleik fyrir Cleveland. James skoraði 27 stig en Cleveland var tíu stigum yfir í hálfleik. Drew Gooden skoraði 23 stig og hefur ekki gert betur á tímabilinu. Hann tók auk þess fjortán fráköst. Porltand komst í raun og veru aldrei nálægt Cleveland í síðari hálfleik. Lokatölur 99-84. Þetta var sautjándi ósigur Portland í síðustu tutttugu leikjum. Cleveland er nú í fjórða sæti austurdeildar og er liðið til alls líklegt með einn besta leikmann deildarinnar innanborðs, Le Bron James. Úrslit annarra leikja urðu eftirfarandi; Cleveland - Portland 99-84 Dallas - Washington 104-94 LA Clippers vann Philadelphia 99-89 Memphis - Denver 116-102 New Jersey - LA Lakers 92-89 Orlando - Boston 84-77 San Antonio - Phoenix 108-102 Toronto - Milwaukee 97-96 Utah - Atlanta 111-101
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira