Sport

Barcelona jók forystuna á toppnum

Larsson og Eto'o fagna á Coliseum Alfonso Perez leikvanginum í kvöld. Þeir sáu um markaskorunina að þessu sinni.
Larsson og Eto'o fagna á Coliseum Alfonso Perez leikvanginum í kvöld. Þeir sáu um markaskorunina að þessu sinni.

Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-0 sigri á Real Sociedad. Henrik Larsson skoraði fyrra mark Barca á 8. mínútu og Samuel Eto'o hið síðara á 51. mínútu. Þetta var tuttugasta mark Eto'o í deildinni fyrir Barcelona í deildinni á tímabilinu.

Barca missti svo José Edmílson út af með rauða spjaldið á 90. mínútu. Barcelona er með 64 stig á toppi deildarinnar, 12 stigum á undan Real MAdrid og Valencia sem eiga leik til góða á morgun.

Diego Forlan skoraði sigurmark Villareal sem lagði Atlético Madrid 1-0 í deildinni í kvöld. Markið kom á 10. mínútu og færði Villareal upp í 5. sæti þar sem liðið er með 46 stig.

Að lokum vann Deportivo La Coruña 2-3 útisigur á Getafe. Sanchez Victor og Francisco Jiménez Tejada skoruðu mörk gestanna en Valetin Pachón fyrir Getafe þegar hann jafnaði metin fyrir heimamenn. Depor er í 8. sæti með 43 stig en Getafe í 10. sæti með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×