Liverpool valtaði yfir Tottenham 24. september 2006 10:30 Dirk kuyt. Hollendingurinn skoraði eitt mark fyrir Liverpool í gær og hefur nú skorað í síðustu tveimur leikjum fyrir liðið. Hér fagnar hann marki sínu í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool. Átta leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á Anfield Road í Liverpool tóku heimamenn á móti Tottenham og sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin en þau komu öll í síðari hálfleik. „Eftir fyrsta markið náðum við tökum á leiknum og það var lykillinn að þessum sigri. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik en við fundum taktinn í síðari hálfleik,“ sagði Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool. „Við áttum meira skilið úr þessum leik en þetta snýst um að nýta færin og við gerðum það ekki. Í heildina er ég ánægður með leik okkar, þá sérstaklega miðjumennina, en við megum ekki hengja haus yfir þessu,“ sagði Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham. Arsenal vann sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni þegar liðið sigraði Sheffield United, 3-0. William Gallas opnaði markareikning sinn hjá Arsenal þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk, fyrst kom sjálfsmark frá Paul Jagielka og þar á eftir mark frá Thierry Henry. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur. Í hálfleik vorum við ákveðnir að halda áfram að spila vel og halda ró okkar og við settum þá undir mikla pressu með markinu frá Gallas. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að markið myndi koma,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og fór með 2-0 sigur af hólmi. Með sigrinum endurheimti liðið toppsæti deildarinnar að minnsta kosti fram yfir helgi en Portsmouth getur náð því aftur með sigri á Bolton á mánudaginn. Frank Lampard hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir sína frammistöðu en í gær svaraði hann þeirri gagnrýni með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Lampard úr vítaspyrnu á 73. mínútu og sjö mínútum síðar bætti hann öðru marki við. Heiðar Helguson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Fulham. Aston Villa lagði Charlton, 2-0, á heimavelli en Aston Villa er ennþá taplaust á þessari leiktíð. Hermann Hreiðarsson sneri aftur í lið Charlton eftir að hafa tekið út leikbann og lék allan leikinn. Manchester City sigraði West Ham á heimavelli, 2-0, þar sem Georgios Samaras skoraði bæði mörkin. West Ham hefur ekki enn unnið leik eftir að Argentínumennirnir Tevez og Mascherano gengu til liðs við félagið. Middlesbrough byrjar tímabilið afleitlega en í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Blackburn, 1-0, þar sem Shabani Nonda skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Wigan náði ekki að sigra nýliðana í Watford á heimavelli en lokatölur urðu 1-1. Watford er enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum til þessa. Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Í beinni: Liverpool - Ipswich Town | Toppliðið tekur á móti nýliðunum „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Sjá meira
Átta leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á Anfield Road í Liverpool tóku heimamenn á móti Tottenham og sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin en þau komu öll í síðari hálfleik. „Eftir fyrsta markið náðum við tökum á leiknum og það var lykillinn að þessum sigri. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik en við fundum taktinn í síðari hálfleik,“ sagði Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool. „Við áttum meira skilið úr þessum leik en þetta snýst um að nýta færin og við gerðum það ekki. Í heildina er ég ánægður með leik okkar, þá sérstaklega miðjumennina, en við megum ekki hengja haus yfir þessu,“ sagði Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham. Arsenal vann sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni þegar liðið sigraði Sheffield United, 3-0. William Gallas opnaði markareikning sinn hjá Arsenal þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk, fyrst kom sjálfsmark frá Paul Jagielka og þar á eftir mark frá Thierry Henry. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur. Í hálfleik vorum við ákveðnir að halda áfram að spila vel og halda ró okkar og við settum þá undir mikla pressu með markinu frá Gallas. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að markið myndi koma,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og fór með 2-0 sigur af hólmi. Með sigrinum endurheimti liðið toppsæti deildarinnar að minnsta kosti fram yfir helgi en Portsmouth getur náð því aftur með sigri á Bolton á mánudaginn. Frank Lampard hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir sína frammistöðu en í gær svaraði hann þeirri gagnrýni með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Lampard úr vítaspyrnu á 73. mínútu og sjö mínútum síðar bætti hann öðru marki við. Heiðar Helguson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Fulham. Aston Villa lagði Charlton, 2-0, á heimavelli en Aston Villa er ennþá taplaust á þessari leiktíð. Hermann Hreiðarsson sneri aftur í lið Charlton eftir að hafa tekið út leikbann og lék allan leikinn. Manchester City sigraði West Ham á heimavelli, 2-0, þar sem Georgios Samaras skoraði bæði mörkin. West Ham hefur ekki enn unnið leik eftir að Argentínumennirnir Tevez og Mascherano gengu til liðs við félagið. Middlesbrough byrjar tímabilið afleitlega en í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Blackburn, 1-0, þar sem Shabani Nonda skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Wigan náði ekki að sigra nýliðana í Watford á heimavelli en lokatölur urðu 1-1. Watford er enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum til þessa.
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Í beinni: Liverpool - Ipswich Town | Toppliðið tekur á móti nýliðunum „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Sjá meira