Innlent

Afmælismót úti í Eyjum

Helgi Ólafsson stórmeistari sigraði á afmælismótinu í Vestmannaeyjum.
Helgi Ólafsson stórmeistari sigraði á afmælismótinu í Vestmannaeyjum.

Taflfélag Vestmannaeyja stóð í gær fyrir afmælismóti í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá stofnun þess. Keppendur voru bæði Eyjamenn og gestir en alls tóku 48 skákmenn þátt á mótinu.

Heimamaðurinn og stórmeistarinn Helgi Ólafsson bar sigur úr býtum á mótinu en í öðru sæti varð Bergsteinn Einarsson og Hrannar Baldursson í því þriðja.

Magnús Matthíasson, formaður Taflfélags Vestmannaeyja, segir mikinn uppgang vera í skákíþróttinni en í félaginu eru nú um níutíu virkir félagar á öllum aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×