Innlent

Segir afnám toll gera út af við landbúnaðinn

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það blekkingu að matarverð hér á landi sé fimmtíu prósentum hærra en í nágrannalöndunum eins og Samfylkingin heldur fram. Hann segir alþjóðasamninga ekki leyfa að nýir styrkir til bænda verði teknir upp og því myndi það ganga af landbúnaðinum dauðum að afnema verndartolla á skömmum tíma.

Samfylkingin ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á haustþingi til lækkunar matarverðs. Í henni fellst afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar matarskatts. Segja þingmenn Samfylkingarinnar ekki hægt að líða það lengur að vöruverð hér sé fimmtíu prósentum hærra hér en í nágrannlöndunum. Sigurgeir  Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir þetta ekki eðlilegar viðmiðanir, eðlilegast væri að taka mið af verðinu í Danmörku.

Sigurgeir segir allt að áttatíu prósenta verðmun á matarverði vera á milli ríkja innan Evrópusambandsins.

Samfylkingin vill afnema helming tolla á næsta ári og afnema þá að fullu ári síðar. Það segir Sigurgeir að muni gera útaf við íslenskan landbúnað.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×