Innlent

Enginn hvalur veiddist í gær

Sigurður 
njálsson
Sigurður njálsson

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt á miðin vestur af landinu á þriðjudagskvöld en enginn hvalur veiddist í gær að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Skipið leitaði að hval rúmlega eitt hundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga.

Sigurður Njálsson er skipstjóri í þessari fyrstu veiðiferð og eru alls tíu reynsluboltar í áhöfn með þeirri undantekningu að skipshundurinn Pjakkur Kolsson er viðvaningur. Kokkurinn, sem er um fimmtugt, er yngstur en Sigurður skipstjóri spaugaði með það við brottför skipsins úr Reykjavíkurhöfn að vafi léki á hvort kalla ætti áhöfnina landsliðið í hvalveiðum, eða elliheimili á hvalveiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×