Innlent

Minni hávaði, minni mengun

metanknúinn sorpbíll Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri, Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri.
metanknúinn sorpbíll Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri, Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri.

Tveir nýir metanknúnir sorpbílar á vegum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar hafa verið teknir í notkun en bílarnir hafa vakið nokkra athygli fyrir fallegar blómaskreytingar.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði að metan­­knúnum sorpbílum yrði fjölgað enn frekar á næsta ári. Hann sagði hávaðann af slíkum bílum helmingi minni en af venjulegum sorpbílum og að þeir drægju verulega úr útblæstri koltvísýrings og köfnunarefnisoxíða.

Nýju bílarnir nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi í stað jarðefnaeldsneytis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×