Innlent

Svið vinsælli en pitsur

Sviðakjammi Herramannsmatur íbúa Djúpvogs.
Sviðakjammi Herramannsmatur íbúa Djúpvogs.

Sviðamessa er gömul hefð á Austurlandi. Bændur héldu upp á lok smalamennskunnar með því að snæða svið og skemmta sér. Það er alveg jafn gaman í dag enda svið mikill herramannsmatur.

Þetta segir Gunnar Sigvaldason, formaður Vísnavina sem sér um ýmsa skemmti- og menningarviðburði á hinum sögufræga stað Djúpavogi. Sviðamessan er einn þeirra viðburða. Næsta messa verður haldin 28. október og segir Gunnar mikla tilhlökkun vegna hennar. Hann segir að um tíma hafi verið tekið upp á því að bjóða upp á pitsur ásamt sviðunum. Vinsældir sviðanna hafi þó verið svo miklum mun meiri að sá siður hafi fljótlega aflagst.

Í ár eru því aðeins kjammar og lappir á boðstólum auk dýrðlegra veiga og tónlistaratriða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×