Innlent

Hvalveiðar ræddar á CNN

Helgi Ágústsson, sendiherra Íslendinga í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu fréttastöðvarinnar CNN í gær þar sem hann svaraði spurningum um hvalveiðar.

Helgi dró fram helstu rök stjórnvalda fyrir veiðum; rétt þjóðarinnar til að stunda sjálfbærar hvalveiðar sem byggðu á vísindaveiðum. Í útsendingunni kom einnig fram talsmaður Grænfriðunga sem taldi helst ámælisvert að veiða hval fyrir þær sakir að markaðsmál væru í óvissu og þetta myndi skemma fyrir hvalaskoðunarfyrirtækjum og annarri ferðaþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×