Innlent

Fluttir á sjúkrahús með ósoneitrun

Tveir sjómenn af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni frá Eskifriði voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupsstað undir hádegið, eftir að þeir höfðu orðið fyrir ósoneitrun í lest skipsins. Það lá úti á firðinum og var verið að sótthreinsa lestirnar þegar ósoni var fyrir misskilning dælt í lest, þar sem þeir voru. Þeir komust af eigin rammleik upp úr lestinni en kenndu þyngsla. Áhöfnin gaf þeim þegar súrefni og meðhöndlaði þá samkvæmt tilsögn frá lækni í landi, og gátu þeir gengið frá borði þegar skipið lagðist að bryggju. Fullvíst er tallið að þeir nái sér að fullu.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×