Innlent

Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar

MYND/Valgarður

Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar.

Í yfirlýsingu frá samtökunum er vitnað til stefnumörkunar um málefni hafsins sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi árið 2004. Þar segir að sjálfbær nýting auðlinda hafsins byggist á inntaki sjálfbærrar þróunar þar sem tekið skal tillit til efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta.

Ef aðeins sé horft til efnahagslegra þátta megi sjá í hendi sér að hvalveiðar muni ekki hafa jákvæð efnahagsleg áhrif eins og staðan sé í dag, meðal annars vegna neikvæðrar umræðu.

Hvalaskoðun hafi hins vegar skilað þjóðarbúinu hátt á annan milljarð króna samkvæmt úttekt forstöðumanns Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×