Innlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á vökva sem innihélt amfetamínbasa

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. MYND/Vísir

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag litháan Roman Kosakovskis í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti til landsins verulegt magn af vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru. Í dómnum kemur fram að Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði telur að hægt hefði verið að framleiða rúm 17 kíló af amfetamíni, með 10% styrkleika, með vökvunum. Hæstiréttur þyngdi tveggja og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×