Innlent

Kirkjan styrkir fátæka íslenska unglinga til náms

Þjóðkirkjan hefur stofnað sjóð til að styrkja fátæka íslenska unglinga í gegnum framhaldsskóla.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur stofnað Framtíðarsjóð og er nú þegar að styrkja tólf fátæk íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára til að ljúka framhaldsskólanámi. Skólagjöld, bókakostnaður og strætókort eru einfaldlega sumum fjölskyldum ofviða. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir styrkinn sem getur numið 70-100 þúsund krónum skipta sköpum fyrir fátækar fjölskyldur sem ekki ná endum saman. Reynsla þeirra hjá Hjálparstarfinu sýni að flestir sem þangað leiti hafi ekki lokið framhaldsskólanámi og því telur Vilborg að menntun sé langbesta leiðin til að rjúfa vítahring fátæktar.

Vilborg óttast að hópurinn sem þurfi á aðstoð að halda sé mun stærri en þau tólf ungmenni sem nú þegar hafa fengið styrk. Henni finnst ekki eðlilegt að hjálparsamtök þurfi til að þessir krakkar komist í gegnum framhaldsskóla og telur jafnframt að á Íslandi sé ekki jafnrétti til náms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×