Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari bresku hljómsveitarinnar The Darkness, ætlar að hefja vinnu við sína fyrstu sólóplötu á næstunni.
„Ég ætla að taka mér gott frí og gera hluti sem ég hef gaman af eins og að fara á skauta. Síðan ætla ég að byrja á sólóplötu," sagði hann.
Hawkins er nýkominn úr meðferð vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar og ætlar að láta að sér kveða í tónlistarbransanum á nýjan leik.
