Innlent

Miskabætur vegna gæslu

Reykvískum karlmanni á þrítugsaldri hafa verið dæmdar miskabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að hann sætti gæsluvarðhaldi lengur en efni voru talin til. Upphæð bótanna nemur 250 þúsund krónum. Gjafsóknarkostnaður, þar með talin þóknun til lögmanns mannsins að upphæð 400 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði.

Maðurinn hafði verið ákærður fyrir að hafa reynt að flytja amfetamín inn í landið, auk þess að hafa tæp 17 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hann var sýknaður af tilraun til innflutnings, en dæmdur vegna fíkniefnavörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×