Innlent

Síminn fyrstur með WiMAX

WiMax loftnet Langdrægar þráðlausar háhraðatengingar geta bætt lífsgæði í dreifðum byggðum.
WiMax loftnet Langdrægar þráðlausar háhraðatengingar geta bætt lífsgæði í dreifðum byggðum.

Síminn býður nú aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX-tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar internetteningar.

Síminn er fyrstur til að bjóða tengingar með tækninni, en þjónustan er nú þegar í tilraunarekstri fyrir sumarhúsasvæði í Grímsnesi. „Um er að ræða langdrægt kerfi sem hentar vel þar sem hvorki er ljósleiðara- né ADSL-samband,“ segir Síminn en með tækninni er við bestu aðstæður hægt að veita notendum mikinn tengihraða og afkastamikla sítengingu við netið.

Nýju tæknina má nýta bæði fyrir talsíma og gagnaflutning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×